• 00:05:47Fugl dagsins
  • 00:17:35Ástin og listin að elska - Jóhann Valur Klausen
  • 00:34:52Ása Baldursdóttir - hlaðvarp um móðursýki o.fl.

Sumarmál

Námskeið um ástina, hlaðvarp um móðursýki og fuglinn

Við fræddumst í dag um námskeiðið Ástin og listin elska, sem haldið er á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Ástin er stór hluti af menningu okkar, eins og við sjáum nokkuð greinilega í kvikmyndum, bókmenntum, tónlist og listaverkum. Ástin er allt í kringum okkur en mögulega hefur fræðileg umfjöllun um hana, og hvað þá kennsla um ást, verið af skornum skammti. Jóhann Valur Klausen kennir á námskeiðinu og kom í þáttinn og fræddi okkur um ástina og listina elska.

Ása Baldursdóttir kom svo til okkar í dag eins og aðra fimmtudaga í sumar. Ása er sérlegur ráðgjafi Sumarmála í því sem er fróðlegt horfa á og hlusta á í sumar. Í þætti dagsins fjallaði Ása um hlaðvörpin Móðursýki (Hysterical), þar sem hópur ungra stúlkna fær óútskýrð einkenni, Maddie, ástralskt hlaðvarp um hvarf Madeleine McCann og lokum sjónvarpsþáttaröðina Amerísk martröð (American Nightmare) þar sem par er ásakað um sviðsetja innbrot og mannrán.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Reiknaðu með mér / Björn Jörundur Friðbjörnsson og Ragnheiður Gröndal (Björn Jörundur Friðbjörnsson)

Ást / Ragnheiður Gröndal (Magnús Þór Sigmundsson, texti Sigurður Nordal)

All you need is Love / The Beatles (Lennon & McCartney)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

8. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,