• 00:05:27Fugl dagsins
  • 00:14:15Sigursteinn Másson - ferðasaga
  • 00:35:28Sigursteinn Másson - seinni hluti

Sumarmál

Sigursteinn Másson og eyjalífið og fugl dagsins

Sigursteinn Másson fjölmiðlamaður sagði okkur í dag ferðasögu vikunnar eða frá eyjalífinu sem hann hefur lifað í nokkur ár en hann hefur haft það fyrir venju fara einn síns liðs yfir myrkustu og köldustu mánuðina til ýmist grísku eyjanna Amargos, Anafi og Íkaríu, eða spænsku eyjanna í Kanaríeyjaklasanum: Tenerife, La Gomera, og El Hierro. En þó eins fjarri túrismanum og hægt er. Hann unir sér vel á þessum eyjum þar sem hann skrifar sjóðheit handrit glæpaþáttum sem allir þekkja svo vel. Sigursteinn hefur komið það oft til þessara eyja hann er kominn með nokkuð gott net af vinum. Mest áhrif hefur þó gríska eyjan Amargos haft á hann, þar búa um tvö þúsund manns og mannlífið er sérstætt. Þar er meðal annars á hverju ári haldin alþjóðleg kvikmyndahátíð í gömlu virðulegu kvikmyndahúsi sem tekur mun fleiri í sæti en heildarfjöldi íbúa í þorpinu þar sem bíóið er. Í þessu kvikmyndahúsi ætlar hann frumsýna kvikmynd sem verður gerð eftir handriti sem hann skrifaði á Amargos. Sigursteinn sagði okkar eyjaferðasöguna sína í þættinum í dag.

Og svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Lapis Lapzuli / Helgi Björnsson (Helgi Björnsson og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Skýin / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Undress me now / Morcheeba (Kurt Wagner, P. Godfrey, Paul Godfrey, R. Godfrey, Ross Godfrey, S. Edwards & Skye Edwards)

Sunrise / Rachel Lloyd & Afterlife (Rachel Lloyd & Steve Miller)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

2. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,