• 00:06:01Fugl dagsins
  • 00:15:20Hjörtur Þorbjörnss. - leiðsögn um Grasagarðinn
  • 00:37:40Póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni

Sumarmál

Ganga um Grasagarðinn, þjóðhátíðarpóstkort og fugl dagsins

Í sumar býður Grasagarðurinn fólki ganga um garðinn með leiðsögn í hádeginu á föstudögum. Sumarmál tóku þátt í einni slíkri göngu fyrr í sumar en þá lóðsaði Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður garðsins hóp af fólki um garðinn og sagði frá gróðri, skordýrum og sérstaklega öllum rósunum, meðal annars nýju pólsku yrki sem heitir Reykjavík og verður spennandi sjá hvernig spjarar sig við íslenskar aðstæður í sumar.

Við fengum svo póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin um helgina. Það eru liðin hundrað og fimmtíu ár frá því hún var fyrst haldin og þess vegna verður sérstaklega mikið í hana lagt. Nýr forseti kemur til dæmis og verður við setninguna á föstudaginn. Póstkortið sagði frá undirbúningnum en einnig frá því til dags er eiginlega ekkert dansað lengur á Þjóðhátíð. Í framhaldinu segir Magnús frá hinu skelfilega dansæði sem greip íbúa Strassborgar fyrir fimm hundruð árum og dróg fjölda manns til dauða.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)

Ferrari / Ragnheiður Gröndal (Páll Torfi Önundarson)

Morgunsól / GDRN, Magnús Jóhann Ragnarsson (Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir og Magnús Jóhann Ragnarsson)

Bílalest úr bænum / Moses Hightower og Björk Níelsdóttir (Moses Hightower, texti Steingrímur Karl Teague og Andri Ólafsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

31. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,