Í ár eru hálf öld liðin frá friðlýsingu Herðubreiðarlinda, þetta svæði sem nú tilheyrir Vatnajökulsþjóðgarði á sér merka sögu, þar fann Fjalla-Eyvindur afdrep um tíma og þar hafa margir notið kyrrðar, náttúrufegurðar og nærveru hinnar máttugu Herðubreiðar. Undanfarið hafa landverðir verið að líta í gamlar dagbækur og um helgina var friðlýsingarafmælinu fagnað með með varðeldi og harmonikkuleik. Við ræddum við Huldu Maríu Þorláksdóttur Landvörð hjá Vatnajökulsþjóðgarði.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar, með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur verið að tala um sértæka staði í hverjum landshluta fyrir sig og í dag voru það Austfirðir. Páll Ásgeir fór yfir áhugaverða og nokkuð fáfarna staði á Austfjörðum sem gaman er að skoða og upplifa á leið um landið.
Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Lifði og dó í Reykjavík / Mannakorn og Ellen Kristjánsd. (Magnús Eiríksson)
Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Simon Nat, texti Eiríkur Karl Eiríksson)
Fram í heiðanna ró / GÓSS (Daniel E. Kelley, texti Friðrik A. Friðriksson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR