• 00:06:20Fugl dagsins
  • 00:19:36Herðubreiðarlindir - Hulda María Þorláksdóttir
  • 00:36:54Veganestið - áhugaverðir staðir á Austfjörðum

Sumarmál

Herðubreiðalindir, Veganestið á Austfjörðum og fuglinn

Í ár eru hálf öld liðin frá friðlýsingu Herðubreiðarlinda, þetta svæði sem tilheyrir Vatnajökulsþjóðgarði á sér merka sögu, þar fann Fjalla-Eyvindur afdrep um tíma og þar hafa margir notið kyrrðar, náttúrufegurðar og nærveru hinnar máttugu Herðubreiðar. Undanfarið hafa landverðir verið líta í gamlar dagbækur og um helgina var friðlýsingarafmælinu fagnað með með varðeldi og harmonikkuleik. Við ræddum við Huldu Maríu Þorláksdóttur Landvörð hjá Vatnajökulsþjóðgarði.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar, með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur verið tala um sértæka staði í hverjum landshluta fyrir sig og í dag voru það Austfirðir. Páll Ásgeir fór yfir áhugaverða og nokkuð fáfarna staði á Austfjörðum sem gaman er skoða og upplifa á leið um landið.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Lifði og í Reykjavík / Mannakorn og Ellen Kristjánsd. (Magnús Eiríksson)

Ástarsæla / Júníus Meyvant (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)

Lukta-Gvendur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Simon Nat, texti Eiríkur Karl Eiríksson)

Fram í heiðanna / GÓSS (Daniel E. Kelley, texti Friðrik A. Friðriksson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

30. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,