• 00:05:46Fugl dagsins
  • 00:15:54Edda Björgvinsdóttir - nýju unglingsárin
  • 00:37:54Bjargráð - Jenný og Eiríkur

Sumarmál

Edda Björgvins, Bjargráð og fugl dagsins

Það segja Edda Björgvinsdóttir leikkona ætli taka eftirlaunaárin með trompi eða nýju unglingsárin eins og hún vill kalla þau því hún hefur safnað háskólagráðum síðustu ár samhliða fullri vinnu. Hún er komin með meistaragráðu í menningarstjórnun þar sem lokaritgerð hennar fjallaði um húmor í stjórnun. Hún hefur einnig lagt stund á diplómanám í jákvæðri sálfræði og sálgæslu og síðast lauk hún jógakennaranámi í vor og Edda kom í þáttinn í dag til ræða það og margt fleira sem á daga hennar hefur drifið, en hún lauk nýverið margra vikna tökum á sjónvarpsþáttaröðinni Felix og Klara sem verður sýnd á RÚV.

Við fræddumst svo um verkefnið Bjargráð í þættinum. Bjargráð styður fjölskyldur sem eiga fjölskyldumeðlim eða vin í fangelsi, bíða afplánunar eða sem er klára afplánun. Bjargráð er sem sagt til staðar fyrir mæður, feður, börn, maka, fyrrverandi maka, ömmur og/eða afa sem þurfa tala um erfiðar tilfinningar og áskoranir sem kunna fylgja nýjum veruleika við það eiga einhvern nákominn í þessari stöðu. Þau Jenný Þórkatla Magnúsdóttir og Eiríkur Steinarsson, sem bæði eru fjölskyldufræðingar hjá Bjargráði, komu til okkar í dag og sögðu okkur meira frá þessu verkefni, en hægt er nálgast upplýsingar um það á heimasíðunni www.faff.is.

Svo var fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Skýið / Sigríður Beinteinsdóttir (Björgvin Halldórsson, texti Vilhjálmur Vilhjálmsson)

Heiðlóan / Gísli Magna (Steingrímur M. Sigfússon)

Með þér / Ragnheiður Gröndal (Bubbi Morthens)

Ef þú ert mér hjá / Mannakorn (Magnús Eiríksson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

24. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,