• 00:05:11Fugl dagsins
  • 00:14:45Heilsuvaktin - Vignir Sigurðsson barnalæknir
  • 00:34:01Veganestið á Norðurlandi - Páll Ásgeir Ásgeirss.

Sumarmál

Holdafar íslenskra barna, áhugaverðir staðir á Norðurlandi og fuglinn

Við ræddum í dag á Heilsuvaktinni um holdafar íslenskra barna sem er orðið töluvert áhyggjuefni, þar sem börn eru þyngjast á öllum aldri, en meira þó á landsbyggðinni. Læknar og starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafa reynt bregðast við þessari þróun með því koma á fót svokallaðri fjölskyldumiðaðri lífstílsmeðferð fyrir börn og unglinga með offitu og efnaskiptavillu, því mikil þörf er á markvissri nálgun og úrræðum á heilsugæslunni til aðstoða börn og fjölskyldur þeirra eins fljótt og auðið er. Við ræddum við Vigni Sigurðsson, barnalækni og doktor í barnalækningum, sem þarna starfar og fengum heyra allt um hvernig þau eru bregðast við þessum vanda, ráðgjöf þeirra um matarræði, svefn og hreyfingu.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar, með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur verið tala um sértæka staði í hverjum landshluta fyrir sig og í dag var það Norðurland. Páll Ásgeir fór yfir áhugaverða og nokkuð fáfarna staði á Norðurlandi sem gaman er skoða og upplifa á leið um landið.

Svo verður fugl dagsins auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Sumarmál / Karlakórinn Hreimur (Björgvin Þ. Valdimarsson, texti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)

Þú ert ungur enn / Erling Ágústsson (Logan & Price, texti Erling Ágústsson)

Við gengum tvö / Eivör Pálsdóttir (Friðrik Jónsson, texti Valdimar Hólm Hallstað)

Lalala / Hildur Vala og Svavar Knútur (Svavar Knútur Kristinsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

23. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,