• 00:04:59Fugl dagsins
  • 00:15:30Landsmót skáta - Kolbrún Ósk Pétursd.
  • 00:35:44Ása Baldursdóttir - hlaðvörp og streymisefni

Sumarmál

Landsmót skáta, Ása og hlaðvörpin og fugl dagsins

Landsmót skáta hefst á morgun, það er haldið í fyrsta skipti eftir 8 ára hlé. Það er venjulega haldið á þriggja ára fresti, til skiptis á Úlfljótsvatni og Hömrum fyrir norðan. Landsmótið er fyrir öll skátafélög á landinu en það sækja einnig skátar og skátafélög alls staðar úr heiminum, því mót sem þessi eru frábær tækifæri til efla skátatengsl og vináttu. Kolbrún Ósk Pétursdóttir, mótsstýra landsmótsins, kom í þáttinn og sagði okkur frá landsmótinu í ár, stærðargráðunni og skátastarfinu í landinu.

Ása Baldursdóttir kom svo til okkar í dag og sagði okkur frá áhugaverðum hlaðvörpum og efni á streymisveitum. Sem sagt til hlusta á og horfa á yfir sumartímann. Í þætti dagsins fór Ása yfir hlaðvörpin Ógerlegt laga (Beyond All Repair) þar sem ólétt kona er ásökuð um morð, annað hlaðvarp um kvennasögur óþekktra kvenna, Loksins og lokum sagði hún frá raunveruleikaþáttunum 90 daga trúlofunin (90 Days Fiance) þar sem ólíkir menningarheimar mætast.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Brúðkaupsvísur / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson, texti Vigfús frá Leirulæk)

Sendlingur og sandlóa / Múgsefjun (Hjalti Þorkelsson, texti Eiríkur Fannar Torfason)

Ævilagið / Hljómsveitin Eva (Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og Sigríður Eir Zophoníasardóttir)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

11. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,