• 00:05:11Fugl dagsins
  • 00:16:15Eva Katrín Sigurðard. - öndun og taugakerfið
  • 00:36:44Veganestið - Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sumarmál

Öndun og taugakerfið, Veganestið og fuglinn

Andardrátturinn er fjarstýringin okkar til róa taugakerfið segir Eva Katrín Sigurðardóttir, læknir og öndunarþjálfari, sem áttaði sig fyrst á því þegar hún fór í gegnum kulnun eftir marga ára álagstímabil, þungt nám og mikla vinnu samhliða barneignum. Hún segir hægt róa taugakerfið sitt með því einu lengja útöndun og þar með kemst meira jafnvægi á taugakerfið. Eva Katrín leiddi okkur í sannleik um réttari öndun í Heilsuvakt dagsins.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, var svo með okkur í dag, eins og aðra þriðjudaga í sumar, með það sem við köllum Veganestið. Í dag fræddi hann okkur um hvernig er best skipuleggja sumarfrí með fjölskyldunni, hvar tjalda, með hjólhýsi o.s.frv. Einnig fór Páll Ásgeir í gegnum allskonar böð sem eru víða og villiböð eins og hann kallar suma baðstaði.

Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Sveitin milli sanda / Ellý Vilhjálms (Magnús Blöndal Jóhannsson)

Ennþá man ég hvar / Hallbjörg Bjarnadóttir (Kaj N. Andersen, Mogens Dam, texti Bjarni Guðmundsson)

Þín innsta þrá / B.G. og Ingibjörg (Rocco Granata og Verard, texti Jóhanna Erlings Gissurardóttir)

Við gefumst aldrei upp / Erling Ágústsson (Jimmie Driftwood, texti Erling Ágústsson)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR

Frumflutt

9. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,