Erlendir fjölmiðlar hafa síðustu misseri sett sig í samband við Hugarafl - Samtök fólks með geðrænar áskoranir til að leita skýringa á því hvers vegna notkun þunglyndislyfja hérlendis er sú mesta innan OECD og þá leysa konur út helmingi meira af lyfjum en karlar samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í Talnabrunni Landlæknis. Samtökin telja að verið sé að sjúkdómsvæða tilfinningar og vanlíðan fólks í miklum mæli og kalla eftir nýrri hugmyndafræði þegar kemur að ávísun þunglyndislyfja og vilja breytta umræðu og nálgun um meðhöndlun þessara sjúkdóma. Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, kom í þáttinn og fræddi okkur frekar um þessi mál.
Byggðasafn Reykjanesbæjar var safn vikunnar í þetta sinn. Eva Kristín Dal, safnstjóri, kom til okkar og sagði okkur frá starfseminni, meðal annars stærsta fána landsins sem hylltur var á lýðveldishátíðinni á Þingvöllum 17.júní 1944, ljósmyndasýning með myndum af íbúum bæjarins í gegnum tíðina, hvernig eins manns rusl getur verið annars manns gull, 40 saumavélar, yfir hundrað bátslíkön og fleira og fleira sem Eva Kristín sagði okkur frá í þættinum.
Svo var auðvitað fugl dagsins á sínum stað.
Tónlist í þættinum:
Ég skal mála allan heiminn / Jóhanna Vigdís Arnardóttir (Josef Alexander Toje, texti Hinrik Bjarnason)
Vegbúi / KK (Kristján Kristjánsson)
Þú komst í hlaðið / Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna (þýskt þjóðlag, texti Davíð Stefánsson)
Froðan / Jón Jónsson og Ragnar Bjarnason (Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, texti Ásgeir Sæmundsson)
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG HELGA ARNARDÓTTIR