• 00:05:21Fugl dagsins
  • 00:15:35Bjarni Jónasson - Lundastofninn
  • 00:37:43Póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni

Sumarmál

Þáttur 12 af 53

Undanfarin þrjátíu ár hefur lundastofninum á Íslandi hnignað. Umhverfisstofnun metur það svo veiðar séu ekki sjálfbærar en getur vegna skorts á lagalegum úrræðum ekki gert annað en biðla til veiði- og veitingamanna sem matreiða lundann ofan í ferðamenn og heimamenn höfða til samvisku þeirra. Í gær smökkuðum við Lunda með sinnepssósu á Þremur frökkum og ræddum sýn eigandans Stefáns Úlfarssonar á lundaveiðar og lundaát, í dag ræðum við bága stöðu lundastofnsins við Bjarna Jónasson, teymisstjóra í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun.

Við fáum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni. Í póstkorti dagsins segir Magnús frá því þrátt fyrir hafa búið í Eyjum á fjórða ár þá hann ekki enn búinn finna í sér Eyjamanninn, nema bara í músíkinni. Hann segir líka frá tónlistinni sem er iðkuð á eyjum vítt og breitt um veröldina, frá því hvernig fjölmiðlar, samgöngur og tækni hafa útrýmt tungu íbúanna á Hawaii. Hann segir líka frá Goslokahátíðinni sem hefst á morgun í Vestmannaeyjum .

Fugl dagsins verður svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Grýla / Hrekkjusvín (Leifur Hauksson og Pétur Gunnarsson)

Sunny Road / Emilíana Torrini (Emilíana Torrini og Dan Carey)

Egils appelsín / Spilverk þjóðanna (Spilverk þjóðanna)

Töfrar / Silfurtónar (Júlíus H. Ólafsson)

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Gunnar Hansson.

Frumflutt

3. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,