• 00:05:39Fugl dagsins
  • 00:15:18Stefán Úlfarsson á Þremur frökkum
  • 00:36:11Veganestið - Páll Ásgeir Ásgeirsson

Sumarmál

Stefán og reyktur lundi, Veganestið og fuglinn

Við hittum Stefán Úlfarsson, matreiðslumeistara og veitingamann á Þremur frökkum, sem er einn fárra veitingastaða sem bjóða upp á lunda á matseðlinum. Við ræddum við hann um lundann og hvernig hann tengist matarmenningu á Íslandi - en fáum líka hans sýn á lundaveiðar en umhverfisstofnun biðlaði nýlega til veitingastaða taka lundann af matseðlinum vegna bágrar stöðu stofnsins. Á morgun ræðum við við sérfræðing hjá umhverfisstofnun um stöðu lundastofnsins og hvers vegna stofnunin vill minnka veiðar.

Páll Ásgeir Ásgeirsson, leiðsögu- og útivistarmaður, kom svo til okkar í dag með Veganestið sitt, eins og aðra þriðjudaga í sumar. Þar gefur Páll okkur góð ráð tengd gönguferðum og útivist. Í þetta sinn talaði hann um lengri gönguferðir, hvernig er gista í fjallaskála og hvernig er góður bakpoki? Hann skoðaði svo fatnað fyrir öll veður og svo leyfir hann sér vera sérvitur með nestið en passar auðvitað uppá góða vökvun.

Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.

Tónlist í þættinum:

Ó, borg mín borg / Haukur Morthens (Haukur Morthens og Vilhjálmur frá Skáholti)

Lítill fugl / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson, texti Örn Arnarsson (dulnefni Magnús Stefánsson)

Vögguvísa í húsi farmanns / Valgeir Guðjónsson (Valgeir Guðjónsson og Jóhannes úr Kötlum)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Frumflutt

2. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,