Sumarmál

Ása Baldurs um nýtt efni á streymisveitum, Póstkort og síðasti Vinkillinn frá Guðjóni Helga.

SUMARMÁL FIMMTUDAGUR 20.JÚNÍ

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Póstkortið sagði í fyrsta lagi frá álaginu sem verður þegar ferðamannatímabilið ríkir um sumrin í Eyjum. Það fyllist allt af fólki og það eru alls kyns viðburðir, íþróttamót og samkomur, tónleikar og skemmtanahald sem dregur tugþúsundir gesta. Samgöngurnar eru höfuðverkur sem ekki hefur fundist lækning við og svo verður mikil verðbólga á gistingu sem og öllu öðru á þessum tíma. Í seinni hluta sagði Magnús frá fjarskyldum frænda sínum sem gerðist mormóni og fluttist til Utah í Bandaríkjunum árið 1880.

Ása Baldursdóttir mætti aftur í Sumarmál tala um hlaðvörp og sjónvarpsseríur. er bara ágætis sjónvarpsglápsveður víða um land svo við tókum henni fagnandi. Í þættinum fjallaði Ása meðal annars um hlaðvörpin Draugasaga (Ghost Story) þar sem draugar, morð og tvístruð fjölskylda koma við sögu og Stefnumótanjósnarar (The Dating Detectives)þar sem tvær hressar konur kryfja ástarmál og hlusta á áhugaverðar sögur sem kitla hláturtaugarnar.

Guðjón Helgi Ólafsson færði okkur Vinkil vikunnar og þessu sinni fjallar hann svolítið um tímann frá nokkrum sjónarhornum og einnig um fyrsta járnbrautarslys Bretlandseyja í september árið 1830 og um fjárhagslegar undirstöður járnbrautarbransans þar í upphafi.

South River Band - Sjaddi mollo.

Brunaliðið - Sandalar.

KK band - Á venjulegum degi.

Sigrún Harðardóttir, Orion - Enginn veit.

Frumflutt

20. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,