ok

Morgunútvarpið

Sameining, verðbólga, Heilsubrú, Íran, íþróttir og þróun starfsánægju

Í kvöld verður fyrsti íbúafundar af þremur um sameiningu sveitarfélaganna Voga, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar. Verkefnishópur um óformlegar sameiningarviðræður þessara sveitarfélaga boðar til íbúafundanna í því skyni m.a. til þess að fá fram framtíðarsýn íbúa. Fyrsti fundurinn er í Vogum í kvöld og Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri í Vogum kom til okkar og sagði okkur meira af þessu.

Verðbólga á Íslandi hefur verið yfir verðbólgumarkmiði frá því um mitt ár 2020. Hún náði hámarki í 10,2 prósent í febrúar 2023 en hefur síðan þá lækkað niður í 6,8 prósent. Á evrusvæðinu, Bretlandi og víðar hefur verðbólgan hjaðnað mun hraðar. Hvað veldur? Við rýndum í efnahagsmálin með Ásgeiri Brynjari Torfasyni doktor í fjármálum og ritstjóra Vísbendingar.

Sólrún Ólína Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur og fagstjóri hjá Heilsubrú var gestur okkar, en Heilsubrú er ný miðlæg þjónustueining hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu sem boðið hefur upp á ýmis konar námskeið og fræðslu.

Um helgina skutu Íranir tugum dróna og flugskeyta að Ísrael. Þjóðarleiðtogar fordæma árásina en hvetja til stillingar til að forðast frekari stigmögnun átaka. Kjartan Orri Þórsson sérfræðingur í málefnum Írans kom til okkar og ræddi stöðuna.

Við tókum okkar vikulega íþróttaspjall og með okkur í dag var Óðinn Svan Óðinsson íþróttafréttamaður.

Við fræddumst um rannsóknina Eldar í iðrum sem hófst árið 2006 meðal um 2000 unglinga í grunn- og framhaldsskólum og beinir sjónum að þróun farsæls starfsferils. Unga fólkinu hefur verið fylgt eftir og þau beðin um að taka þátt á nokkurra ára fresti. Sif Einarsdóttir prófessor í náms- og starfsráðgjöf er ein þeirra sem að rannsókninni standa og hún kom til okkar og sagði okkur af tilgangi, markmiðum og niðurstöðum.

Tónlist:

Raven og Rún - Handan við hafið.

Cage the elephant - Neon pill.

The Beatles - Taxman.

GDRN - Þú sagðir.

Al Green - Tired of being alone.

Bruce Springsteen - Born to run.

Frumflutt

15. apríl 2024

Aðgengilegt til

15. apríl 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,