Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan sigur á Ísrael í undankeppni EM í gær og leikur úrslitaleik gegn Úkraínu á þriðjudaginn. Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona, var á línunni frá Búdapest í upphafi þáttar.
Við þekkjum mörg leiki eins og Wordle, Orðlu og Connections þar sem þátttakendur fá eitt úrlausnaefni á dag og nokkur tækifæri til að svara rétt. Nú hefur bæst í flóru þessara leikja og Spotle, þar sem þátttakendur fá tíu tækifæri til að giska á tónlistarfólk nýtur töluverðra vinsælda. Við ræddum þennan leik við Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands og tónlistarsérfræðing, en einnig um uppgjör Spotify sem birtist í vikunni og varpar ljósi á ýmsa anga tónlistarinnar.
Aldrei hefur hungursneyð vofað yfir eins mörgum og á Gaza um þessar mundir, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ástandið kemur verst niður á börnum og óttast að sum þeirra eigi aldrei eftir að ná fullri heilsu. Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF ræddi stöðuna á Gaza.
Allt frá því hvernig í ósköpunum við reiknum það út hvenær páskarnir koma -til þess hvernig það varð úr að við hámum í okkur óheilbrigt magn af súkkulaði á Páskadag má eflaust útskýra með misflóknum hætti. Terry Gunnell prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands fór í saumana á hefðum um páskana með okkur.
Við fórum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar eins og alltaf á föstudögum. Í þetta skiptið komu til okkar þingmennirnir Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Lagalisti:
PAUL SIMON - Diamonds On The Soles Of Her Shoes.
Una Torfadóttir - Í löngu máli.
BAKAR - Hell N Back.
Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.
Helgi Björnsson - Himnasmiður.
Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).
Parcels - Tieduprightnow.
HARRY STYLES - As It Was.