Morgunútvarpið

Tíu góð ráð fyrir ferðalagið um landið, framtíðarplön í Finnafirði, Almannavarnir og íþróttaspjall

Ferðasumarið er svo sannarlega komið á fullt og huga þarf ýmsu áður en haldið er af stað í ferðalag. Ágúst Mogensen, sem er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum, kom til okkar og gaf okkur tíu góð ráð til hafa í huga áður en lagt er af stað í ferðalag.

Sveitarstjórn Langanesbyggðar hefur samþykkti stefnumörkun um uppbyggingu við Finnafjörð þar sem fram kemur framtíðarsýn sveitarfélagsins, sem og markmið og leiðir þeim. Sigurður Þór Guðmundsson er oddviti Langanesbyggðar og hann fór aðeins yfir þessi framtíðarplön með okkur.

Eldgosinu sem hófst 29. maí síðastliðinn virðist vera lokið. Litla virkni er sjá í gígnum og einnig hefur órói á nálægum jarðskjálftamælum dottið niður og er sambærilegur því sem mældist áður en gos hófst. Enn þó búast við í einhvern tíma eldra hraun haldi áfram streyma hægt meðfram Sýlingarfelli norðanverðu og við varnargarð við Svartsengi þar sem spýjur hafa runnið yfir. Hjördís Guðmundsdóttir hjá Almannavörnum kom í morgunbollann og fór yfir stöðuna.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson fór yfir íþróttir helgarinnar og það sem framundan er í vikunni.

Lagalisti:

Pláhnetan og Björgvin Halldórsson - Ég Vissi Það

Saga Matthildur - Yfirgefin

KUSK - Sommar

Lauryn Hill - Can't Take My Eyes Off You

Jain - Makeba

Lón - Hours

Sister Sledge - He's the greatest dancer

Leon Bridges - Beyond

Iggy Pop - The Passenger

Una Torfadóttir - Fyrrverandi

Justin Timberlake - Selfish

Hreimur, Magni Ásgeirsson og Gunnar Ólason - Árið 2001

Frumflutt

24. júní 2024

Aðgengilegt til

24. júní 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,