Morgunútvarpið

9. des - Evrópusambandsaðild, Sýrland og gervigreindin

Mörg hver hafa nýtt nýliðna helgi til næla sér í jólatré. Hvernig er best huga trjánum svo þau standi sem lengst og best? Við ræðum jólatrjámál við Björgvin Eggertsson skógfræðing.

7:30 - Fyrirtækið á bakvið samfélagsmiðilinn TikTok hefur tapað dómsmáli sínu í Bandaríkjunum og gæti farið svo lokað verði fyrir hann. Við ræðum þessa niðurstöðu og framhaldið við Tryggva Frey Elínarson, stjórnanda hjá Datera og sérfræðing í samfélagsmiðlum.

Við höldum síðan áfram ræða stjórnarmyndunarviðræðurnar hér heima en deilt hefur verið um hversu hátt á blaði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald viðræðna við Evrópusambandið eigi vera. Við ræðum við Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmann Viðreisnar og formann Evrópuhreyfingarinnar.

Magnea Marinósdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðuna í Sýrlandi.

Íþróttir helgarinnar með Einari Erni Jónssyni.

Á facebook hópnum mæðra tips skapaðist umræða á dögunum þar sem einmana mæður deildu góðri reynslu sinni af ChatGPT -Spjallið reyndist þeim hinn besti trúnaðarvinur. Það sama hefur gerst víða en þó vilja þeir sem vel þekkja til vara fólk við því deila sínum viðkvæmustu hugðarefnum með gervigreindinni. Við ræðum einmanaleikann og tæknina við Ársæl Arnarsson prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Frumflutt

9. des. 2024

Aðgengilegt til

9. des. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,