Morgunútvarpið

Sumarjazz, Strætó yfirgefur Hlemm, hefðir á kosningadag, forsetakosningar og fréttir vikunnar

Í 29 ár hefur tónleikaröðin „Sumarjazz á Jómfrúnni“ verið fastur liður á laugardögum á Jómfrúartorginu við Lækjargötu í Reykjavík. Á bak við tónleikaröðina stendur veitingaúsið Jómfrúin með Jakob Einar Jakobsson veitingamann í broddi fylkingar. Listrænn stjórnandi er eins og undanfarin ár saxófónleikarinn Sigurður Flosason. Og tónleikaröðin er verðlaunaður viðburður hún fékk verðlaun sem tónlistarviðburður ársins 2023 á Íslensku tónlistarverðlaununum nýverið. Þeir Jakob Einar Jakobsson, á Jómfrúnni, og Sigurður Flosason komu til okkar.

Framundan eru stórar breytingar á leiðakerfi Strætó vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm. En hverjar eru breytingarnar og mun Strætó eiga afturkvæmt á Hlemm? Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdarstjóri Strætó var á línunni.

Við ræddum hinar fjölbreyttustu hefðir, siði og venjur sem við tengjum mismikið við lýðræðishátíðina sem kosningadagur er. Albert Eiríksson drakk með okkur morgunbollann og setti okkur inn í málið.

Við höfum hálfpartinn verið í kosningabaráttu frá áramótum og henni líkur loks á morgun, tæpu hálfu ári síðar. Við litum yfir farinn veg og spáðum í spilin með stjórnmálafræðingunum Evu Marín Hlynsdóttur og Viktori Orra Valgarðssyni.

Og til fara yfir fréttir vikunnar, sem eflaust verða litaðar af forsetakosningunum á morgun ásamt gosi og fleiru, komu til okkar fréttahaukarnir Heimir Már Pétursson af Stöð 2 og Aðalsteinn Kjartansson af Heimildinni en báðir hafa stjórnað sjónvarpskappræðum með forsetaframbjóðendum í vikunni.

Lagalisti:

Trúbrot - My Friend And I

Kári Egilsson - In the morning

Meghan Trainor - All About That Bass

Valdimar Guðmundsson & Memfis - Það styttir alltaf upp

GDRN - Næsta líf

Frumflutt

31. maí 2024

Aðgengilegt til

31. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,