Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, verður á línunni í upphafi þáttar en Grindavík var núna klukkan sex opnuð á ný fyrir almenning.
Við ræðum þær framkvæmdir og uppbyggingu sem er framundan hjá Veitum við Sólrúnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastýru Veitna í upphafi þáttar.
Íþróttir helgarinnar - Gunnar Birgisson.
Stjórnmálaflokkarnir eru nú í óða önn að stilla upp á framboðslista fyrir Alþingiskosningarnar 30. nóvember - og mikið gerðist um helgina. Við ræðum vendingar í stjórnmálunum við Eirík Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði.
Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Jakobsson Capital, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við ræðum stöðu Play eftir erfiða síðustu viku.
Fyrir stuttu var birt ítarleg grein í New York Times þar sem urmull svikastarfsemi á netinu er rakin til eins heimilisfangs, Kalkofnsvegs 2 við Hafnartorg. Það er þó ekki svo að netglæpamenn haldi þar til í stórum stíl heldur er þar skráð fyrirtæki sem hýsir ótal svikasíður. Það eru ástæður fyrir því að Ísland verður reglulega fyrir valinu. Við ræðum málið við Guðmund Arnar Sigmundsson, forstöðumann CERT-IS.
Við förum yfir stöðuna á Miðausturlöndum með Þóri Jónsson Hraundal, lektor í Mið-Austurlandafræðum og arabísku.