Fringe festival, lögréttutjöldin, ferðalög í verðbólgu og samdrætti, lýðveldishátíð á Þingvöllum og fréttir vikunnar.
Alla næstu viku stendur yfir Reykjavík Fringe festival en það er hátíð sem fagnar fjölbreytileika allra listforma. Fjölmargir viðburðir eru um alla borg. En hvað bíður dagskráin uppá. Við hringdum í Nönnu Gunnars sem er stofnandi hátíðarinnar.
Í tilefni að 80 ára lýðveldisafmæli Íslensku þjóðarinnar verða Lögréttu tjöldin svokölluð til sýnis í fyrsta sinn á Íslandi í Þjóðminjasafni Íslands. En hvað er svona merkilegt við þessi tjöld? Anna Leif Auðar Elídóttir safnkennari hjá Þjóðminjasafni Íslands sagði okkur allt um það.
Við veltum fyrir okkur hvernig ferðalög, verðbólga og efnahagssamdráttur fara saman líkt og staðan er þetta sumarið. Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum og ritstjóri Vísbendingar ræddi þau mál við okkur yfir morgunbollanum.
Núna um helgina fer fram Lýðveldishátíð á Þingvöllum en þá verður talsvert um viðburði á Þingvöllum vegna 80 ára lýðveldisafmælis þjóðarinnar. Þá eru viðburðir víða um land af þessu tilefni. Einar Ásgeir Sæmundsen, Þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, sagði okkur nánar af dagskránni á Þingvöllum um helgina.
Þau Olga Björt Þórðardóttir verkefnastjóri markaðsmála hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og Atli Fannar Bjarkason samfélagsmiðlastjóri RÚV fóru yfir fréttir vikunnar með okkur.