Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia, verður gestur okkar í upphafi þáttar en félagið undirbýr núna afhendingu flugvallarlands í Skerjafirði til Reykjavíkurborgar með færslu flugvallargirðingar í samræmi við tilmæli innviðaráðherra í síðasta mánuði.
Hreinar vaxtatekjur Landsbankans á árinu nema 44,1 milljarði króna eða sem nemur tæplega fimm milljörðum á mánuði að meðaltali. Þetta kemur fram í tilkynningu bankans til Kauphallar. Vilhjálmur Birgisson hefur skoðanir á hagnaði bankanna. Hann verður á línunni.
Við höldum síðan áfram að ræða kjaradeilu kennara og sveitarfélaga, í þetta skiptið með Ingu Rún Ólafsdóttur, formanni samninganefndar sveitarfélaga, sem segist alls ekki bjartsýn á að verkföllum verði aflýst.
Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir. Hún heldur í dag fyrirlestur um áhrif auðmagns og stéttaskiptingar á heilsu.
Í dag er slétt ár frá því að stærsti baráttufundur Íslandssögunnar, kvennaverkfallið, var haldinn. Minna hefur farið fyrir kvennaverkfalli í ár. En hvað hefur gerst á þessu ári og hvert er stefnan tekin? Sonja Ýr Þorbergsdóttir lítur við hjá okkur.
Nokkuð hefur verið rætt um framboð Ölmu Möller og Víðis Reynissonar til Alþingis. Þau leiddu okkur í gegnum kórónuveirufaraldurinn og sumum þykir að gera þurfi upp þann tíma betur - líkt og Bretar hafa gert - og að Samfylkingin þurfi þá að hluta að svara fyrir ákvarðanir sem teknar voru á þessum tíma. Við ræðum þau mál við Henry Alexander Henryson, siðfræðing.
Tónlist:
ELÍN HALL - Vinir.
Lumineers, The, Bay, James, Kahan, Noah - Up All Night.
Bríet - Fimm.
KK BAND - Álfablokkin.
GDRN - Parísarhjól.
Mammaðín - Frekjukast.
ÞURSAFLOKKURINN - Gegnum Holt Og Hæðir.