ok

Morgunútvarpið

26. nóv - Stjórnmál, eldgos og listabókstafir

Auður Anna Magnúsdóttir ræðir við okkur um þróun mála þegar kemur að stafrænu ofbeldi jafnt hér á landi sem og í Evrópu.

Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri Almannavarna lítur við hjá okkur.

Ragnheiður Kristjánsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar fyrir átta fréttir en hún birti í gær grein á Vísindavefnum þar sem hún rýnir í hvenær listabókstafir voru fyrst notaðir í kosningum hér á landi og hvaðan sú hefð kemur.

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, ræðir við okkur um stöðuna í stjórnmálunum.

Sævar Helgi Bragason um vísindafréttir.

Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því síðdegis í gær að Åge Hareide væri hættur þjálfun karlalandsliðsins í fótbolta og að leit sé hafin að nýjum þjálfara. Við ræðum þessi tíðindi og mögulega þjálfara við Hörð Magnússon, fjölmiðlamann.

Frumflutt

26. nóv. 2024

Aðgengilegt til

26. nóv. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,