Morgunútvarpið

Brauðtertur og ostakökur, hefðarfólk á hjólum, vaxtamálið og EFTA, fjármálaráðherra um úttekt AGS og fréttir vikunnar.

Á sunnudaginn fer fram brauðtertu- og ostakökukeppni á vegum Kaffi Krúsar og Konungskaffis á Selfossi. Við hringdum í Silju Hrund Einarsdóttur hjá Konungskaffi og fengum vita meira.

Hefðarfólk á hjólum er samkunda þar sem fólk á klassískum mótorhjólum í klassískum fötum hittist, rennir í gegnum miðbæinn og safnar um leið peningi til góðgerðarmála. Einar Örn Jónsson og Sigmundur Traustason eru í þessum félagsskap og sögðu okkur allt um málið.

Í gær kvað EFTA dómstóllinn upp ráðgefandi álit sitt í Vaxtamálinu svokallaða en það voru. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur komu til okkar.

Sigurður Ingi Johannsson fjármálaráðherra kom til okkar ræða úttekt sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og tillögurnar sem í henni eru nefndar.

Hverjar voru helstu fréttir vikunnar? Þau Jakob Birgisson, uppistandari og Bryndís Ísfold, stjórnmálafræðingur og aðjunkt á Bifröst fara yfir það sem þeim fannst standa uppúr með okkur.

Frumflutt

24. maí 2024

Aðgengilegt til

24. maí 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,