Sædýrasafnið í Hafnarfirði starfaði frá árinu 1969 til ársins 1987. Hinar ýmsu framandi dýrategundir voru þar til sýnis en þau eftirminnilegustu eru ljónin, aparnir og ísbirnirnir. Í samstarfi við skapandi sumarstörf í Hafnarfirði verður haldin fræðandi listasýning um Sædýrasafnið í Hafnarborg í Hafnarfirði. Rán Sigurjónsdóttir kom til að segja okkur nánar frá þessari sýningu og sögunni.
Nú nálgast verslunarmannahelgin, stærsta ferðahelgi ársins með tilheyrandi útilegum og skemmtunum. Það eru kannski ekkert ýkja margir sem velta fyrir sér slysavörnum barna í því samhengi - en ættu kannski að gera það. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur og sérfræðingur í slysavörnum barna, kom til okkar og ræddi slysavarnir barna í sumarfríinu.
Áfram heldur atburðarásin í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum og margir vilja meina að þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti dró sig út úr kapphlaupinu og Kamala Harris varaforseti hóf kosningabaráttu hafi spenna færst í leikinn á ný. Nicole Leigh Mosty fyrrverandi þingmaður kom til okkar - hún er frá Bandaríkjunum og ræddi stjórnmálin í heimalandinu eins og það horfir við henni.
Fjöldi íslendinga dvelja stóran hluta úr árinu á Spáni, eiga þar vetrardvöl eða búa þar allt árið. Fólk ýmist leigir sér húsnæði eða hefur keypt sér eign. Okkur leikur forvitni á að vita meira um íslenska húseigendur á Spáni, hvernig lífið er á Torrevieja svæðinu eins og það er kallað þó að borgin Torrivieja sé bara hluti af svæðinu. Hversu fjölmennt og öflugt er samfélag íslendinganna og hversu auðvelt eða erfitt er fyrir meðal íslendinginn að flytja þangað búferlum og að kaupa sér eign. Við hringdum í Má Elíson, sem er öryggis- og þjónustufulltrúi FHS, félags húseigenda á Spáni.
Lagalisti:
Nýdönsk - Flauel
Billie Eilish - Birds of a Feather
Lady GaGa - Born This Way
Billy Idol - Dancing With Myself
GDRN - Parísarhjól
Haraldur Ari Stefánsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín
Carly Simon - You're So Vain
Niall Horan - Heaven