27. des - Björgunarsveitir, efnahagsmál og manneskja ársins
Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum veðurtengdu verkefnin undanfarna sólarhringa og flugeldasöluna framundan.
Við förum yfir merkar uppgötvanir í erfðafræðinni á árinu með Arnari Pálssyni prófessor í lífupplýsingafræði.
Róbert Farestveit, sviðsstjóri hagfræði- og greiningasviðs ASÍ, ræðir við okkur um boðaðar verðhækkanir um áramótin og efnahagsmálin almennt á næstu misserum.
Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðssérfræðingur, kemur til okkar eftir átta fréttir og ræðir jólagjafir fyrirtækja.
Við opnum fyrir símann í lok þáttar og tókum á móti atkvæðum til vals á manneskju ársins.