Morgunútvarpið

29. okt. -Mýs á Skjaldfönn, færð, veður og fleira

Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi, verður á línunni í upphafi þáttar en hann hefur bent á músagangur hafi aukist verulega undanförnu. Hann hefur fært til veiðibókar nokkuð á fimmta hundrað stykki í haust.

Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, ræðir færðina og stöðu mála í morgunsárið.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ræðir mikla snjókomu á suðvesturhorninu en einnig fellibylinn Malissu sem gekk yfir eyjuna Jamaíku í gærkvöldi. Melissa er ölfugasti bylur sem gengið hefur þar yfir síðan mælingar hófust fyrir nærri 200 árum.

Höldum áfram um færðina. Við heyrum í Steinari Karli Hlífarssyni sviðsstjóra akstursviðs strætó.

Hvernig heldur fólk sér sjóðheitu í ískulda? Dóra Júlía Agnarsdóttir færir okkur í allan sannleikann um snjótískuna.

Frumflutt

29. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,