Morgunútvarpið

12. Nóvember -Mökkur, íslenskan, símabann o.fl..

Á höfuðborgarsvæðinu hefur nokkuð áberandi mistur legið yfir helstu umferðargötum og nágrenni þeirra. Við ræðum loftgæðin við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing í loftgæðum hjá Umhverfis- og Orkustofnun.

Yfir 6,5 prósenta atvinnuleysi mælist á Suðurnesjum. Vinnumálastofnun hefur gripið til aðgerða og opnað atvinnutorg til styðja þá sem hafa misst vinnuna. Við ræðum stöðuna við Guðbjörgu Kristmundsdóttur, formann Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.

Umræða um íslenskuna hefur verið áberandi undanförnu. Í tilefni viku íslenskrar tungu hefur almannarómur ráðist í átak. Yfirskriftin er: Þín íslenska er málið. Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms lítur við hjá okkur.

Á Alþingi í gær var til umræðu frumvarp mennta- og barnamálaráðherra um símabann í grunnskólum. Við ræðum við Skúla Braga Geirdal, sviðsstjóra hjá Netvís sem hefur lengi talað fyrir símatakmörkunum, og Björn Gunnlaugsson, skólastjóra í Laugarnesskóla sem geldur varhug við þessum breytingum.

Frumflutt

12. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjónarmenn eru Hafdís Helga Helgadóttir og Atli Fannar Bjarkason.

Þættir

,