Morgunútvarpið

11. des - Sýrlensk knattspyrna, morð og varnarmál

Við hefjum þáttinn á jólalegum nótum. Erla Björg Arnarsdóttir garðyrkjufræðingur er snillingur í jólakransagerð. Hún segir okkur betur frá kúnstinni.

Of mörg umferðaróhöpp verða í jólastressinu í desember. Við förum yfir góð og gild ráð í umferðarflækjum jólanna með Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna hjá Sjóvá og Sigrúnu Önnu Gísladóttur sérfræðingi í bótaskyldu.

Margrét Valdimarsdóttir, dósent í afbrotafræði við Háskóla Íslands, verður gestur okkar eftir átta fréttir þegar við höldum áfram ræða morðið á framkvæmdastjóra bandaríska sjúkratryggingafyrirtækisins UnitedHealtcare en umræða um það hefur verið fyrirferðamikil í bandarískum fjölmiðlum og stuðningsyfirlýsingum rignir yfir morðingjann.

Við höldum áfram ræða stöðuna í Sýrlandi, í þetta skiptið út frá íþróttum, en sýrlenska knattspyrnusambandið hefur ákveðið breyta merki og lit landsliðsbúningsins. Við ræðum þessar breytingar og setjum í sögulegt samhengi með Jóhanni Páli Ástvaldssyni, íþróttafréttamanni og mannfræðingi.

Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, ræðir við okkur um varnar- og öryggismál í lok þáttar. Heilmikil uppbygging hernaðarmannvirkja fyrir tugi milljarða hefur farið fram á varnarsvæðinu í Keflavík síðustu misserin.

Frumflutt

11. des. 2024

Aðgengilegt til

11. des. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Þættir

,