Vegagerðin stefnir að því að setja upp ný veður- og upplýsingaskilti víða um land á næstunni. Nú þegar hafa tvö skilti verið sett upp, annars vegar við hringtorgið við Selfoss og hins vegar við Biskupstungnabraut. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar ræddi við okkur.
Í myndinni Tölum um Endó tekur Þóra Karítas Árnadóttir viðtöl við átta konur og aðstandendur þeirra um reynslu þeirra af sjúkdómnum. Hún kom til okkar í spjall.
Við héldum aðeins áfram að velta fyrir okkur heimi örveranna. Í þetta skiptið ætlum við að tala um um mold og moltugerð. Eysteinn Ari Bragason Þjóðfræðingur og Helga Ögmundardóttir, dósent í mannfræði við Háskóla Íslands kíkja til okkar.
Vöggugjöf nýrrar ríkisstjórnar, ef svo má kalla, frá fráfarandi forsætisráðherra birtist á vef Stjórnarráðsins í vikunni. Handbók um siðareglur ráðherra. Henry Alexander Henryson, sjálfstætt starfandi ráðgjafa og sérfræðing á sviði siðfræði, til að skoðaði handbókina með okkur.
Fyrsta risamót ársins hjá karlkylfingum, Masters-mótið í dag. Þetta er 88. sinn sem mótið er halfið en Masters-mótið er eina risamótið hjá karlkylfingum sem alltaf fer fram á sama vellinum, Augusta National í Georgíu í Bandaríkjunum. Við heyrðum í Þorsteini Hallgrímssyni, kylfingi og sjónvarpslýsanda, til að koma golfáhugafólki í gírinn.