Enn gýs á milli Hagafells og Stóra Skógfells og ekki virðist hafa dregið úr gosinu samkvæmt náttúruvársérfræðingi Veðurstofunnar. Þetta er lengasta gosið á þessu svæði hingað til. Við fórum yfir stöðuna með Freysteini Sigmundssyni jarðeðlisfræðingi.
Ásgeir BrynjarTorfason hagfræðingur og ritstjóri Vísbendingar mætti í spjall um Landsbanka, TM og stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans.
Kári Sævarsson, auglýsingamaður, var gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við ætlum að ræða áfram deilur Reykjavíkurborgar og Ormsson um stórt auglysingaskilti á húsi fyrirtækisins við Lágmúla. Margar spurningar vakna vegna málsins, þarf borgin oft að skipta sér af björtum auglýsingum við umferðaþungar götur og er enn æskilegt - á tímum samfélagsmiðla - að auglýsa á flettiskiltum og annars staðar í umferðinni.
Kosningar til stúdentaráðs Háskóla Íslands og háskólaráðs skólans hefjast í dag og þar er deilt um matarverð, bílastæðagjöld, námslánin og fleira. Við ræddum við fulltrúa frá fylkingunum, Júlíus Viggó Ólafsson frá Vöku og Andra Má Tómasson frá Röskvu.
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur mikilvægan umspilsleik við Ísrael á morgun um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Nokkuð hefur verið deilt um leikinn og einhver hafa kallað eftir því að Ísland eigi að sniðganga leikinn. Við ræddum þau mál, og það að keppa við þjóð sem er í stríði, við Hrönn G. Guðmundsdóttur, umhverfisfræðing og meðlim í BDS sniðgönguhreyfingunni, sem skrifaði grein á Vísi í gær um hvítþvott á fótboltavellinum, og Stefán Pálsson, sagnfræðing og knattspyrnusérfræðing, sem hefur talað fyrir því að fara varlega í það að sniðganga leiki sem þennan.
Atli Fannar Bjarkason sagði okkur frá nýjum hlaðvarpsþáttum, sorrí!.
Lagalisti:
LAUFEY - Everything I know about love.
GDRN - Ævilangt.
Emilíana Torrini - Let?s keep dancing.
MADNESS - It Must Be Love.
UNNSTEINN - Andandi.
Friðrik Dór Jónsson, Kvikindi - Úthverfi.
Jónfrí - Draumur um Bronco.
STROMAE - Papaoutai.