ok

Morgunútvarpið

Úkraína, Bretland, baráttudagur og kjarasamningar

Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari búsettur í Kyiv, var hjá okkur í upphafi þáttar hér í hljóðveri. Við ræddum stöðuna í stríðinu í Úkraínu og daglegt líf þar í landi.

Árið 2024 er kosningaár í Bretlandi. Til stendur að ræða framtíð breskra stjórnvalda á opnum fundi á vegum Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands á eftir. Ólafur Harðarson prófessor í Stjórnmalafræði leiðir fundinn en kíkti fyrst til okkar í spjall um málið.

Í dag er Alþjóðlegur baráttudagur kvenna og Sara McMahon hjá UN women kom til okkar að ræða stöðuna.

Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, rýndi með okkur í nýja kjarasamninga sem undirritaður voru í gær og áhrif aðgerðapakka stjórnvalda.

Við fórum síðan yfir fréttir vikunnar hér í lok þáttar eins og alltaf á föstudögum, í þetta skiptið með fjölmiðlafólkinu Samúel Karli Ólasyni á Vísi og Hólmfríði Maríu Ragnhildardóttur á Morgunblaðinu.

Tónlist:

NÝDÖNSK - Klæddu Þig.

Blondie - Atomic.

DAVID KUSHNER - Daylight.

Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).

VALDIMAR GUÐMUNDSSON & ÞORSTEINN EINARSSON - Ameríka (Hljómskálinn).

Miley Cyrus - Flowers.

Una Torfadóttir - Í löngu máli.

PULP - Babies.

Frumflutt

8. mars 2024

Aðgengilegt til

8. mars 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,