• 00:06:00Fugl dagsins
  • 00:12:13Eva Gunnarsdóttir sálfræði, núvitund og krabbamein
  • 00:33:53Hæfni íslenskra barna í sköpun-Hildur J Tryggvad

Sumarmál

Meiri sköpun í skólakerfið, ný bók um núvitund, sálfræði og krabbamein og fuglinn

Staðráðin í vera er heiti á bók sem kemur út á haustmánuðum og höfundurinn Eva Gunnarsdóttir sálfræðingur er leggja lokahönd á. Í bókinni lýsir Eva reynslu sinni af því krabbamein og fléttar inn sálfræði,samkennd í eigin garð og núvitund en hún á baki 5 ára nám í núvitundarfræðum frá University of Bangor í Wales sem var fyrsti háskólinn á vesturlöndum sem byrjaði kenna núvitund sem akademískt fag.

Hæfni 15 ára nem­enda á Íslandi í skap­andi hugs­un er und­ir meðaltali OECD ríkjanna og standa dreng­ir verr vígi en stúlk­ur. Þetta eru niðurstöður úr könn­un PISA á skap­andi hugs­un sem birt­ar voru nýlega. En hvernig virkjum við skapandi hugsun í börnum og ungmennum og hvernig þarf skólakerfið bregðast við því? Við ræddum við Hildi Jakobínu Tryggvadóttur sviðslistakennara og nýútskrifaðan meistaranema í sviðslistakennslu frá LHÍ sem hannaði í lokaverkefni sínu kennsluefni tengt leiklist og dansi sem ætlað er KENNURUM grunnskóla og nemendum þeirra til örva skapandi hugsun og tjáningu.

Fugl dagsins var svo á sínum stað.

Frumflutt

26. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Sumarmál

Sumarmál

Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.

Þættir

,