ok

Kúrs

Nýtt tungumál á tíu mánuðum

Þátturinn tekst á við þá spurningu hvort mögulegt er að læra nýtt tungumál á 10 mánuðum. Talað er við þau Yuru Harada sem er skiptinemi á Íslandi frá Japan og Orra Eliasen sem er skiptinemi á Ítalíu frá Íslandi. Þau settu sér bæði það markmið að læra nýtt tungumál í 10 mánaða dvöl í nýju landi. Við heyrum hvort þau náðu markmiðum sínum. Renata Emilsson Peskova er sérfræðingur í fjöltyngi á menntavísindasviði HÍ svarar hversu raunhæft markmið það er fyrir 17 ára ungmenni að læra tungumál á 10 mánuðum.

Umsjón: Harpa Rut Hilmarsdóttir

Frumflutt

22. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
KúrsKúrs

Kúrs

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.

Þættir

,