Árið 1965 fluttu tveir Fluxus listamenn og eitt vélmenni sviðsverk sem átti eftir að vera einn af eftirminnilegustu og furðulegustu viðburðum í menningarlífi Reykjavíkurborgar á sjöunda áratugnum. Úr varð mikið fjölmiðlafár sem leiddi til þess að félagsskapur ungra tónlistarmanna gaf út yfirlýsingu og rak gestgjafa þríeykisins úr hópnum. Í þættinum verður atburðarás tónleikanna rakin til þess að komast að því hvaða gjörðir
orsökuðu þetta uppnám í listalífi Reykvíkinga.
Viðmælendur: Hlynur Helgason og Hreinn Friðfinnsson.
Lestur: Jónas Alfreð Birkisson, Brynjar Jóhannesson og Ingiríður Halldórsdóttir.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Umsjón: Agnes Ársælsdóttir.
Frumflutt
23. sept. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Kúrs
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.