Í þættinum er rætt við þrjá prófessora við Háskóla Íslands og leitað svara við því hvað hugtökin lýðræði og lýðveldi þýða í raun, bæði sögulega og í nútímasamhengi.
Við erum öll gjörn á það í umræðu um samfélagsmál að nota þessi hugtök án þess að skilgreina þau eða íhuga hvað við eigum virkilega við með þeim. Mikill ágreiningur og umræða ríkir í fræðaheiminum og í samfélaginu um þessi hugtök en það er sjaldan sem að saga þeirra og fjölbreytt merking er rakin og ígrunduð, sem er gagngert markmið þessa þáttar.
Viðmælendur: Svavar Hrafn Svavarsson, Stefanía Óskarsdóttir og Jón Ólafsson.
Leiðbeinandi: Anna Marsibil Clausen.
Umsjón: Jón Ferdinand Estherarson.
Frumflutt
2. des. 2023
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Kúrs
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga.