Morgunglugginn

Dagbók frá Gaza, fornminjar á Vestfjörðum og kastíþróttir

Dagbók frá Gaza er bók eftir palestínska rithöfundinn og stjórnmálamanninn Atef Abu Saif sem er komin út í íslenskri þýðingu Bjarna Jónssonar leikskálds og þýðanda. Hann sendi dagbókarfærslur á fyrstu dögum árása Ísraelsmanna á Gaza, sem prentaðar voru á vesturlöndum og eru komnar á bók. Þær eru frá laugardeginum 7. október á síðasta ári þegar átökin hófust á svæðinu og fram áramótum. Bjarni var gestur Morgungluggans.

Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur heldur erindi á Vestfirska fornminjadeginum í Súgandafirði um helgina. Hún sagði frá erindinu og rannsóknum sínum víðsvegar um Vestfirði.

Í lok þáttar var hugað kastíþróttum, en kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var þá einmitt keppa í kúluvarpi kvenna á Stade de France-leikvanginum í París. Stefán Ragnar Jónsson kringlukastari og þjálfari í frjálsum íþróttum hjá Breiðabliki var gestur þáttarins og sagði frá listinni kasta kúlu, kringlu og sleggju.

Tónlist:

Year of the Cat - Al Stewart

Kona og köttur - Kristinn Sigmundsson

Three Cool Cats - The Coasters

Olhos de gato - Gary Burton

Misage - La Trio Joubran

Coracao vagabundo - Caetano Veloso

Frumflutt

8. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,