Halla Tómasdóttir tekur formlega við embætti forseta Íslands í dag, 1. ágúst, með athöfn í Dómkirkju og Alþingishúsi. Að því tilefni voru leiknar nokkrar upptökur úr safni útvarpsins af fyrri embættistökum forseta Íslands, 1952, 1964, 1968 og 1980.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður var á línunni frá Ólympíuleikunum í París, hann er á ferð og flugi milli leikvanga og keppnisstaða.
Og á morgun mætir til keppni í París Hákon Þór Svavarsson, sem keppir í leirdúfuskotfimi, einni af fjölmörgum greinum skotfimi á leikunum. Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotíþróttasamband Íslands, sagði frá íþróttinni í Morgunglugganum.
Tónlist:
Cold wind in August - Van Morrison
No meio do pitiu - Dona Onete
Tambor do Norte - Dona Onete
Vikivaki - Sigrún Hjálmtýsdóttir
First Day of My Life - Bright Eyes
J’t’emmene au vent - Louise Attaque
Se dig omkring - Franska trion