Morgunglugginn

Reykjavíkurmaraþon 1984, varnarmál í Japan og nýr prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík

Jóhann Lind Ringsted var á línunni frá Sendai í Japan, hann sagði frá varnarsamstarfssamningi sem Japan gerði nýlega við Filippseyjar og fleiri tíðindi af hernaðarmálum i Japan.

Rifjað var upp viðtal úr Morgunvaktinni frá því í ágúst 2022 við Knút Óskarsson um tilurð Reykjavíkurmaraþons, en hlaupið er 40 ára í ár, var fyrst hlaupið 1984.

Sr. Hildur Björk Hörpudóttir hefur nýlega hafið störf í Fríkirkjunni í Reykjavík en hún var áður sóknarprestur í Reykholti. Hún ræddi prestsstarfið og hinsegin guðfræði.

Tónlist:

Djelem djelem - Šaban Bajramović

Ashun daje mori - Ljiljana Buttler

Čaje šukarije - Esma Redžepova

Kaze wo atsumete - Happy End

Sommarkort - Cornelis Vreeswijk

Fancy - Bobbie Gentry

Frumflutt

2. ágúst 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,