Frægasta hjólreiðakeppni heims, Tour de France, stendur sem hæst. 176 hjólreiðamenn taka þátt í ár og mynda þeir 22 lið, og hjóla 21 dagleið þar til keppni lýkur Þorsteinn Ásgrímsson, aðstoðarfréttastjóri mbl.is og áhugamaður um keppnishjólreiðar, var gestur Morgungluggans og sagði frá uppbyggingu Tour de France og keppninni í ár.
Ítrekað eru fluttar fréttir af slæmri stöðu skólabarna á Íslandi og sér í lagi alvarlegri stöðu drengja. Jafnvel er talað um að allt hafi verið betra hér áður fyrr. En er það þannig? Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambands Íslands, ræddi stöðu skólamála.
Í síðasta hluta þáttarins hringdum við í Erlu Diljá Sæmundardóttur, landvörð á Mývatni, og tókum stöðuna í sveitinni.
Tónlist:
Soft Wind - Chet Baker
Bardade dentro de bardade - Zé Manel
Tour de France - Kraftwerk
Travelling man - Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir
Talað við gluggann - Hera Hjartardóttir
The Swimming Song - Loudon Wainwright III