Morgunglugginn

Kosningaúrslit í Frakklandi, fregnir frá Noregi og Landsmót hestamanna

Í fyrsta Morgunglugga sumarsins var slegið á þráðinn til Noregs, í Tønsberg í Austur-Noregi hefur Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður á Morgunblaðinu búið um nokkurt skeið. Hann sagði frá lífinu í Noregi, frá húsnæðismarkaði og leiguverði og frá áhuga almennings og yfirvalda í Noregi á fornleifarannsóknum.

Torfi H. Tulinius prófessor við Háskóla Íslands var gestur þáttarins og talaði um úrslit fyrri umferð þingkosninga í Frakklandi á sunnudag.

Í lok þáttar var rætt við Hildu Karen Garðarsdóttur, mótsstjóra Landsmóts hestamanna sem fram fer í Víðidal í þessari viku.

Tónlist:

July Tree - Nina Simone

July, July, July, July - Billy Paul

Smak av honning - DeLillos

Comment te dire adieu - Françoise Hardy

Ríðum, ríðum, ríðum - Helgi Björnsson

Bess, you is my woman now - Ella Fitzgerald og Louis Armstrong

Frumflutt

1. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,