Morgunglugginn

Íslenska sem annað mál, hæstiréttur Bandaríkjanna og sumarlestur

Um átta hundruð sóttu um nám í íslensku sem annað mál við hugvísindadeild Háskóla Íslands í haust. Innflytjendum hefur fjölgað hratt á Íslandi sem hefur í för með sér áskoranir á sviði íslenskukennslu. Gísli Hvanndal, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli, og Ólöf Garðarsdóttir, forseti hugvísindadeildar Háskóla Íslands, ræddu þessi mál.

Nýlegur úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna um friðhelgi forseta landsins hefur reynst afar umdeildur. Þýðir úrskurðurinn forseti Bandaríkjanna getur jafnvel fyrirskipað morð á andstæðingi sínum í embætti og komist upp með það? Kári Hólmar Ragnarsson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, ræddi úrskurðinn og áhrif hans.

Í síðasta hluta þáttarins var Björn Halldórsson rithöfundur gestur Morgungluggans og ræddi sumarlesturinn. Björn er alæta á bækur en hafði með sér tvær bækur af náttborðinu til kynna fyrir hlustendum, ritgerðasafn eftir Hilary Mantel og Birnam Wood eftir Eleanor Catton.

Tónlist:

Jeg gik mig ud en sommerdag - Niclas Knudsen Trio

Uti vår hage - Niclas Knudsen Trio

Sveitin fríða - Hafþór Ólafsson

Nego maluco - Edu Lobo

Frumflutt

3. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,