Lög um tvær nýjar stofnanir, Umhverfis- og orkustofnun og Náttúruverndarstofnun, voru samþykkt skömmu áður en þingmenn héldu í sumarleyfi nú í lok júní. Vatnajökulsþjóðgarður og starfsemi náttúruverndarsviðs Umhverfisstofnunar færast til Náttúruverndarstofnunar sem tekur til starfa um næstu áramót. Verkefni stofnunarinnar verða því ærin á sama tíma og umræða um náttúruvernd verður sífellt meiri. Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, var gestur Morgungluggans.
Á morgun verður haldin Sturluhátíð í Dölum en tilgangur hátíðarinnar er einkum tvennskonar: að halda á lofti nafni Sturlu Þórðarsonar, lögmanns og skálds, sem bjó á Staðarhóli í Saurbæ á þrettándu öld, og að draga fram söguríkt hérað Dalasýslu. Einar Kr. Guðfinnsson, formaður Sturlufélagsins, var á línunni og sagði frá Sturluhátíð.
Í lok þáttur fengum við til okkar feðginin Jón Sigurður Eyjólfsson og Alma Eyjólfsson. Þau eru nýkomin frá Andalúsíu á Spáni þar sem þau eru bæði búsett, en ætla að halda þrenna tónleika með margvíslegri tónlist hér á landi á næstu vikum. Jón Sigurður og Alma sögðu frá tónleikaferðinni, lífinu á Spáni og fluttu þrjú lög.
Tónlist:
Sveitamannablús - Tómas R. Einarsson og Ómar Guðjónsson
Främmande - Peps Persson
Hjá lygnri móðu - Ellen Kristjánsdóttir
Sumargestur - Ásgeir Trausti
Ferðabar - Spilverk þjóðanna