Á síðustu árum og áratugum hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum hreinsað mörg þau af sökum sem dæmd voru sek um galdur í galdrafári fyrri alda af sökum. Fleiri ríki hafa einnig veitt dæmdu galdrafólki og nornum sakaruppgjöf. Ættu Íslendingar sömuleiðis að taka aftur upp mál þeirra sem voru brenndir vegna galdra? Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti við Bifröst, veltir því fyrir sér í grein í vorhefti Skírnis. Ólína var gestur Morgungluggans og ræddi galdramál.
Sigurhæðir á Akureyri hýsa menningarstarfsemi af ýmsu tagi, myndlistarsýningar, bókaútgáfu og fleira. Undanfarin þrjú ár hefur Flóra menningarhús stýrt starfseminni þar. Kristín Þóra Kjartansdóttir, eigandi Flóru, og staðarhaldari í Sigurhæðum, var á línunni.
Í síðasta hluta þáttar var haldið til Sendai-borgar í Japan. Þar hefur Jóhann Lind Ringsted búið í mörg ár. Hann sagði frá upplifun sinni af afleiðingum jarðskjálftans mikla í Japan 2011 og vítt og breitt um lífið í Sendai.
Tónlist:
Pale Blue Eyes - Velvet Underground
Hammarbyhöjden revisisted - David Ritschard
The Witch's Promise - Jethro Tull
Sumarást - Hljómsveit Ingimars Eydal
Sweet morning whispers - Helga Margrét Clarke
Makkana taiyo - Hibari Misora