Morgunglugginn

Menntamál, kosningabaráttan vestanhafs og sumarlestur á þremur tungumálum

Íslensk börn eru mörg hver samkvæmt niðurstöðu Pisa-rannsóknar frá árinu 2022 illa læs og skilja mörg hver einfaldlega ekki það sem þau lesa. Stór orð hafa fallið og ýmislegt nefnt til sögunnar sem geti skýrt slakan árangur 15 ára barna. Svo sem skortur á samræmdum mælingum, flókin hæfniviðmið og mönnun í skólakerfinu. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra ræddi menntamál og skólakerfið í Morgunglugganum.

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur bjó fimm ár í Bandaríkjunum þar sem hún nam meðal annars herferðarstjórnum og kom kosningabaráttu ýmissa framboða. Bryndís ræddi tíðindi úr kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.

Susan Rafika Hama, lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, er lesandi vikunnar í þættinum og benti á áhugaverðar bækur sem hún hefur lesið undanförnu á íslensku, arabísku og kúrdísku.

Tónlist:

Xandinha - Césaria Evora

Angola - Césaria Evora

Carnaval de Sao Vincente - Césaria Evora

What will baby be - Dolly Parton

Blues for mama - Nina Simone

Walk on the Wild Side - Lou Reed

Frumflutt

31. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,