ok

Morgunglugginn

Hvalasafn, hálendisvakt og landsmót í Borgarnesi

Hvalasafn í Hvalfirði er hugmynd sem varð til fyrir tæpum fjórum áratugum, en markmiðið var að kanna hvort skapa mætti áhugaverðan arkitektúr úr efniviði sem tengist hvölum og hvalveiðum. Enn bólar þó ekkert á safninu. Ævar Harðarson arkitekt sagði sögu þessarar hugmyndar sinnar.

Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Björgunarsveitarmaðurinn Haraldur Haraldsson er á hálendisvaktinni í Landmannalaugum, hann var á línunni.

Unglingalandsmót UMFÍ hefst á fimmtudag í Borgarnesi og það hefur verið í nægu að snúast hjá heimafólki undanfarnar vikur við að gera allt klárt enda von á þúsundum gesta. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri í Borgarbyggð og sagði frá í síðasta hluta þáttarins.

Tónlist:

La Celestina - Lhasa de Sela

Con toda palabra - Lhasa de Sela

Love came here - Lhasa de Sela

Laku tshoni Langa - Miriam Makeba & The Manhattan Brothers

Mikos - Emilíana Torrini

Líttu sérhvert sólarlag - Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson

Città vuota - Mina Mazzini

God bless the child - Aretha Franklin

Sabor a Mí - Mina Mazzini

Frumflutt

30. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,