Morgunglugginn

Hvalasafn, hálendisvakt og landsmót í Borgarnesi

Hvalasafn í Hvalfirði er hugmynd sem varð til fyrir tæpum fjórum áratugum, en markmiðið var kanna hvort skapa mætti áhugaverðan arkitektúr úr efniviði sem tengist hvölum og hvalveiðum. Enn bólar þó ekkert á safninu. Ævar Harðarson arkitekt sagði sögu þessarar hugmyndar sinnar.

Á hverju sumri heldur fjöldi sjálfboðaliða upp á hálendið og er þar til staðar ef óhöpp eða slys verða hjá þeim fjölmörgu sem þar eiga leið um. Björgunarsveitarmaðurinn Haraldur Haraldsson er á hálendisvaktinni í Landmannalaugum, hann var á línunni.

Unglingalandsmót UMFÍ hefst á fimmtudag í Borgarnesi og það hefur verið í nægu snúast hjá heimafólki undanfarnar vikur við gera allt klárt enda von á þúsundum gesta. Stefán Broddi Guðjónsson er sveitarstjóri í Borgarbyggð og sagði frá í síðasta hluta þáttarins.

Tónlist:

La Celestina - Lhasa de Sela

Con toda palabra - Lhasa de Sela

Love came here - Lhasa de Sela

Laku tshoni Langa - Miriam Makeba & The Manhattan Brothers

Mikos - Emilíana Torrini

Líttu sérhvert sólarlag - Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson

Città vuota - Mina Mazzini

God bless the child - Aretha Franklin

Sabor a - Mina Mazzini

Frumflutt

30. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,