Morgunglugginn

Öldrun Japana, sumarlestur af nytjamörkuðum og orgelsumar

Jóhann Lind Ringsted, tíðindamaður Morgungluggans í Sendai í Japan, var á línunni. Öldrun þjóðarinnar og lág fæðingartíðni er áhyggjuefni í Japan en tillögur stjórnmálamanna úrræðum mælast misjafnlega fyrir. Þá eru margir Japanir orðnir leiðir á gamlir karlar fari með stjórn landsins en ekki eru margar konur í leiðtogastöðum í stjórnmálum. Jóhann sagði frá þessu og fleiru sem er ofarlega á baugi í Japan.

Sigurður Ingi Einarsson tónlistarmaður les mikið, en sjaldnast nýjustu bókmenntaverk, hann sækir sér gjarnan lesefni á nytjamarkaði. Sigurður Ingi kom í Morgungluggann með bakpoka af bókum meðferðis og sagði frá.

Orgelsumar í Hallgrímskirkju stendur sem hæst og um helgina verða þar tvennir tónleikar. Á morgun mun Ágúst Ingi Ágústsson leika á orgel kirkjunnar og á sunnudag kemur orgelleikarinn frá Eistlandi. Þeir Ágúst Ingi og Björn Steinar Sólbergsson, organisti og tónlistarstjóri Hallgrímskirkju, ræddu orgelleik í síðasta hluta þáttarins.

Everything But You - Sarah Vaughan

Vilde kaniner - Gnags

Kaimono boogie - Shizuko Kasagi

I gotta right to sing the blues - Lester Young Tribute Band

Slá þú hjartans hörpustrengi - Björn Steinar Sólbergsson

Frumflutt

19. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,