Norska krónan hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu og telja sérfræðingar þar í landi að ef þessi þróun heldur áfram sé fátt annað í boði en að hækka stýrivexti, en þeir eru nú 4,5%. Atli Steinn Guðmundsson blaðamaður í Noregi sagði frá þessu máli málanna í Noregi nú um stundir.
Selatalningin mikla fór fram um helgina. Það er Selasetur Íslands á Hvammstanga sem stendur árlega fyrir henni, sjálfboðaliðar ganga þá strendur og telja seli. Örvar Birkir Eiríksson, framkvæmdastjóri Selasetursins, var á línunni og sagði frá niðurstöðum talningarinnar í ár, starfsemi Selaseturs og horfunum hjá selastofninum.
29. júlí er aðaldagur Ólafsvöku í Færeyjum og mikið um dýrðir og dagskrá í Þórshöfn. Björn Elíson hefur verið búsettur í Nólsey í Færeyjum í mörg ár og var kominn til Þórshafnar í tilefni dagsins. Hann sagði frá hátíðahöldum og hefðum Ólafsvöku og lífinu í Færeyjum.
Oiseau - Laurent Bardainne
Vivi - Lionel Loueke
Amoudou - Sarah & Ismael
The guitarist - Arild Andersen Quartet
Tante til Beate - Lillebjørn Nilsen
En solskinnsdag - Postgirobygget
Buen soldado - Francisca Valenzuela
Selurinn - Snorri Helgason & Lay Low
Stjørnur - Guðrið Hansdóttir
Ólavur Riddararós - Harkaliðið