Morgunglugginn

Búskapur í Gilhaga, hálfrar aldar afmæli Skeiðarárbrúar og sumarlesturinn

Íbúar í Öxarfirði og Kelduhverfi eru ósáttir við sveitarfélagið Norðurþing hafi ákveðið loka sundlauginni í Lundi sem hingað til hefur verið opin almenningi á sumrin og nýtt fyrir skólasund á veturna. Brynjar Þór Vigfússon er bóndi í Gilhaga og situr í hverfisráði Öxarfjarðar. Hann var á línunni og sagði frá þessu máli og fjölbreyttum búskapnum í Gilhaga.

Helga Þórey Önnudóttir Jónsdóttir kennari kom í þáttinn og sagði frá bókum sem hún hefur lesið undanförnu.

Áfram var haldið umfjöllun um hálfrar aldar afmæli Skeiðarárbrúarinnar, en með brú á Skeiðarársandi 1974 varð hringvegurinn loks veruleika. Brúarsmíðin og vegagerðin allt í kringum hana var þrekvirki og kostaði ríkið háar fjárhæðir. Og þjóðin tók þátt í þessu átaki meðal annars með því kaupa happdrættisskuldabréf sem Seðlabankinn gaf út. Hreinn Haraldsson, fyrrverandi Vegamálastjóri, fór yfir söguna.

Tónlist:

Tiny tears - Tindersticks

Everybody loves the sunshine - Roy Ayers

Can You Get To That - Funkadelic

Líttu sérhvert sólarlag - Sigríður Thorlacius

Svífur á mig - Stína Ágústsdóttir

Iyawo ma pa mi - J.O Araba

Walk away - Tom Waits

Frumflutt

24. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,