Morgunglugginn

Kjördagur í Bretlandi, stríð og friður í Afríku og Snæfellsjökulsþjóðgarður

Það er kosið til þings í Bretlandi í dag og útlit fyrir breytingar. Verkamannaflokknum er spáð sigri en spurningin kannski helst hve stórum sigri. Bogi Ágústsson var við Heimsgluggann og ræddi við Ólöfu Ragnarsdóttur fréttamaður, sem er í Lundúnum.

Fjölmiðlar á Vesturlöndum draga gjarnan upp þá mynd af Afríku þar séu stöðugar styrjaldir og hörmungar. Það er þó ekki allskostar rétt. Guðrún Sif Friðriksdóttir mannfræðingur hefur ritað grein um átök og friðarferli í Afríku, sem birt er í greinasafninu Afríka sunnan Sahara í brennidepli II. Guðrún sagði frá greininni og rannsóknum sínum í Búrúndí.

Í síðasta hluta þáttarins var Eva Dögg Einarsdóttir yfirlandvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði á línunni. Hún sagði frá þjóðgarðinum, merkilegu dýra- og plöntulífi þar og starfi þjóðgarðsvarða.

Tónlist:

Everyday I Have the Blues - Count Basie

Into my arms - Nick Cave

Ndokulandela - Bongeziwe Mabandla

Oriental Shuffle - Stéphane Grappelli

Snæfellsnes - 1860

Frumflutt

4. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,