Morgunglugginn

Upphaf Ólympíuleikanna, skólamál og tíu ár frá MH17

Ólympíuleikar grískri fyrirmynd voru endurreistir af evrópskum yfirstéttarmönnum í lok nítjándu aldar. Stefán Pálsson sagnfræðingur þekkir vel sögu nútíma Ólympíuleikanna og sagði frá upphafi leikanna í Morgunglugganum.

Málefni skóla hafa verið mikið í umræðunni undanförnu, meðal annars útgáfa námsefnis fyrir grunnskóla og námsmat. Þau málefni heyra undir nýja stofnun, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sem tók til starfa í apríl. Þórdís Sigurðardóttir er forstjóri hennar og var gestur Morgungluggans.

Tíu ár eru í dag síðan breiðþota malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, með 298 manns um borð, var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu, það var 17. júlí 2014. Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra starfaði fyrir eftirlitssveit ÖSE í Úkraínu á þessum tíma og var kominn á vettvang degi síðar. Hann sagði frá aðkomunni í þætti sem Sveinn Helgason gerði á Rás 1 vorið 2021, leikið var brot úr þættinum.

Tónlist:

I get a kick out of you - Billie Holiday

Stars fell on Alabama - Billie Holiday

Let's Do It - Billie Holiday

Frumflutt

17. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,