Morgunglugginn

Kosningaúrslit í Bretlandi, Tækniskólinn og tónlist í Strandarkirkju

Verkamannaflokkurinn fékk yfirgnæfandi meirihluta þingsæta í kosningunum í Bretlandi og Keir Starmer verður næsti forsætisráðherra landsins, líkt og spáð var. Hjörtur J. Guðmundsson alþjóðastjórnmálafræðingur fylgdist grannt með kosningabaráttunni og talningu atkvæða og fór yfir stöðu mála í breskum stjórnmálum.

bygging Tækniskólans mun rísa í Hafnarfirði og búast við því kennsla hefjist þar eftir fimm ár. Nemendur skólans eru um þrjú þúsund talsins og þar eru strákar í miklum meirihluta. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans ræddi málefni skólans.

Englar og menn er heiti tónlistarhátíðar í Strandarkirkju í Selvogi sem fer fram á sunnudögum í júlímánuði og hefst næstkomandi sunnudag. Þetta er í þrettánda sinn sem hátíðin er haldin og munu í þessari sögufrægu kirkju hljóma íslensk sönglög, þjóðlög, ljóðatónlist og dægurflugur. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er stjórnandi hátíðarinnar og var gestur Morgungluggans.

Tónlist:

The boy with a thorn in his side - The Smiths

Ghir enta - Souad Massi

Enta dari - Souad Massi

The guns of Brixton - The Clash

Yemanya - Isabel Pantoja

Kveðja - Björg Þórhallsdóttir

Ave Maria - Björg Þórhallsdóttir

Frumflutt

5. júlí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunglugginn

Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Þættir

,